Ýmir Andri veiddi fyrsta fiskinn með pabba sínum Sigurði Sveinssyni á sunnudaginn. Hann gekk svo um allt kvöldið með fiskinn i poka heima og heimtaði að titturinn yrði steiktur svo hann gæti borðað hann. Hann verður greinilega sami áhugamaðurinn og aflaklóinn eins og pabbi sinn þessi duglegi drengur.
Það er nefnilega á bryggjum landsins sem flestir veiðimenn hefja veiðiskapinn og veiða sinn fyrsta fisk. Ýmir Arni hóf ferlinn einmitt þar síðasta sunnudag og á örugglega eftir að veiða miklu meira.
,,Hann hefur mikið áhuga,“ segir Sigurður Sveinsson veiðimaður sem veiðir víða í ám og vötnum, sonurinn á ekki langt að sækja áhugann.