,,Við byrjuðum daginn í Elliðavatni og ekkert gekk hjá okkur,“ sagði Unnar Ólafsson faðir Harry Mána sem er 4 ára og mikil áhugamaður um veiðiskap.
,, Sonurinn, 4 ára guttinn, var ekki til í að gefast upp þó hann fengi ekkert þar. Við ákváðum því að fara í Apavatn í landi Haga. Ég vissi að það væri betri von á fiski enda hafði ég veitt þar áður. Vorum búnir að reyna í nokkurn tíma en þar sem ég var hvorki með silfraðan eða svartan toby þá tók þetta lengri tíma. Hann tók svo loks kopar toby og Harry dróg hann á land. Fullyrti svo að í Apavatni væru fallegustu fiskarnir í heiminum og át svo aflann grillaðann þegar heim var komið,“ sagði Unnar i lokin.
Mynd Harry Máni 4 ára með flottan fisk úr fisk úr Apavatni.