Silungsveiðin fer víða vel af stað þessa dagana og margir að veiða. Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga og hér sunnanlands er spáin mjög góð fyrir helgina.
Við Hreðavatn í gærkveldi voru nokkir að veiða og veiðin var fín og fiskurinn vænn. Vatnið kraumaði á stórum hluta í gær og fiskurinn er vænni en oft áður og tók vel í hjá veiðimönnum.
,,Þetta var frábært, fengum 10 fiska og flesta væna,“ sagði María Gunnarsdottir sem veiddi 6 flottar bleikjur í vatninu sem kraumaði þegar lognið skall á Hreðavatn undir miðnætti.
Mynd María Gunnarsdottir með flotta bleikju úr Hreðavatni í gærkveldi.