Það hefur víða verið fín urriðaveiði eins og fyrir norðan. Eyjafjarðaráin hefur verið að gefa vel í vor og fiskurinn vel vænn. Veiðimenn hafa verið að veiða víða þar um slóðir og við heyrðum hljóðið í einum sem veiddi vel fyrir fáum dögum.
,,Veiðin gekk vel hjá okkur, hellingur af fiski og við fengum 23 fiska, vorum í Syðra-Fjalli og Presthvammi,“ sagði Annel Helgi Daly Finnbogason er við spurðum hann um veiðina hjá honum.
,,Við vorum á fyrri vakt í Syðra-Fjalli og svo heilan dag í Presthvammi. Þetta var frábær veiðitúr,“ sagði Annel Helgi um veiðina. Víða hefur gengið vel þrátt fyrir kulda og trekk.
Mynd. Annel Helgi Daly Finnbogason með flottan urriða.