,,Þetta var meiriháttar veiðitúr í Eldvatn, fengum 32 fiska og fiskurinn er vel haldin núna,“ sagði Róbert Þórhallsson sem var að koma af veiðislóðum fyrir fáum dögum dögum. En Róbert var að koma við fjórða mann úr Eldvatni í Meðallandi og veiðin gekk frábærlega.
..Það voru 4 fiskar 80 sentimetrar, þó nokkir 70 sentimetra og restin 55 til 69 sentimetra. Þetta er magnað veiðisvæði og maður spenntur að fara aftur í haust með stráknum,“ sagði Róbert ennfremur um veiðitúrinn.
En sjóbirtingsveiðin hefur gengið vel fyrir austan og margir fengið fína veiði og væna fiska sem flestum er sleppt aftur.
Mynd. Róbert Þórhallsson með flottann sjóbirting úr Eldvatni í Meðallandi.