,,Veiðin gekk vel hjá okkur. Við fengum tíu bleikjur og birtinga, allt á hinar og þessar púpur,“ sagði Reynir M. Sigmundsson sem var að koma úr Soginu, Ásgarðssvæðinu, en þar hafa veiðst yfir hundrað silungar það sem af veiðitímanum.
,,Þetta var fínt og gaman að byrja tímabilið svona, skiptum mikið um púpur og það virkaði vel hjá okkur. Svo bíður maður bara spenntur eftir sumrinu. Var að versla mér tvíhendu og það verður gaman að reyna hana í sumar,“ sagði Reynir ennfremur.
Á Ásgarðssvæðinu hafa mest veiðst bleikjur en líka sjóbirtingar.
Mynd.Reynir M Sigmundsson með flotta bleikju úr Soginu í Ásgarði.