Veiðin á Þingvöllum hefur farið ágætlega af stað og veiðimenn fengið flotta fiska. Eftir að hitastigið hækkaði hefur veiðin á ION svæðinu tekið kipp eins og viða við vatnið og fiskarnir sem veiðast vel haldnir eftir veturinn.
,,Við fengum nokkra og þetta var meirháttar gaman,“ sagði Valgerður Árnadóttir sem var á ION svæðinu.
,,Einum sleppti ég aftur án þessa að losa úr honum og honum var landað aftur við mikil hlátrasköll,“ sagði Valgerður ennfremur.
Eins og gefur að skilja þessa dagana eru bara Íslendingar að veiða á ION svæðinu sem bauð mest uppá erlenda veiðimenn í fyrra. Veiðin hefur verið ágæt.
Mynd. Valgeður Baldursdóttir með flottan urriða af ION svæðinu á Þingvöllum. Mynd ÁB