Núna eru rétt fimm vikur þangað til laxveiðin byrjar fyrir alvöru. Veiðin hefst í Þjórsá, síðan í Norðurá í Borgarfirði og í Blöndu. Algjör óvissa ríkir með erlenda veiðimenn sem hafa komið hingað árum saman. Ef því verður haldið til streitu að erlendir veiðimenn verði að fara í sóttkví, eins og með aðra ferðmenn, verður lítið um þá hérlendis í sumar í veiðiánum.
Erlendir veiðimenn veiða á dýrasta tímanum í laxveiðiánum á hverju sumri og staðan er því grafalvarleg þessa dagana. Menn eru að bíða og vona með einhverjar breytingar. Faraldurinn úti í hinum stóra heimi þarf að lagast en hingað koma veiðimenn til að renna fyrir fisk víða úr heiminum.
,,Þetta eru allt stór spurningamerki eins og er en allt getur gerrst ennþá,“ sagði veiðileyfasali um stöðuna og bætti við. Það verður að koma í ljós hvað gerist á næstu vikum. Það eru sjö vikur þangað til þeir fyrstu erlendu veiðimennirnir eiga að koma hingað,“ sagði hann ennfremur.
Veiðileyfamarkaðurinn veltir um 12 til 15 milljörum á hverju ári, svo það er mikið undir þessa dagana. En það má ekki mikið gerast til að þetta klikki verulega.
Íslenskir veiðimenn hafa verið iðnir við kolann síðustu vikurnar og veitt mikið fyrstu dagana á tímabilinu. Þeir eru í startholunum með sumarið og ætla að veiða mikið. Nokkuð hefur verið um að bjóða leyfi á ódýra veðri og það gæti orðið meira á næstu viku.
Veiðisumarið 2020 er eitt stór spurningamerki, veiðileyfin, erlendir veiðimenn og svo laxveiðin, en allt skýrist þetta á allra næstu vikum. Fyrstu laxarnir eru á leið upp Hvítá í Borgarfirði. Áður fyrr gengu stóru laxarnir upp í ána uppúr miðjum apríl. Tími laxana nálgast óðfluga
Mynd. Allir eru að bíða þessa dagana, sumarið er stórt spuningamerki. Mynd María Gunnarsdóttir.