,,Þetta var meiriháttar, fiskurinn tók vel í og ég var með hann smá stund,“ sagði Höskuldur Árni sem fékk flotta bleikju í Vífillstaðavatni í vikunni. Margir veiðimenn hafa mætt með stöngina á bakkann síðan vatnið opnaði.
,,Þetta var fyrsti veiðitúrinn í vor og þetta var bara virkilega gaman. Það voru nokkrir veiðimenn að kasta þegar ég var þarna en fiskurinn tók killer púpu,“ sagði Höskuldur Árni ennfremur.
Veiðimenn hafa verið veiða töluvert í vatninu og passa vel tveggja metra fjarlægðina. Það verður að passa allt þessa dagana, hvort sem er í veiðinni eða annars staðar.
Mynd. Höskuldur Árni með flotta bleikju í Vífilsstaðavatni í vikunni.