Nokkrir hafa farið í stutta veiðiferðir um helgina en mest hefur fólk haldið sig heima Um páskana hafa margir róið til fiskar á Kollafjörðinn á kæjökum sínum til að stytta biðina eftir veiðisumrinu. Á laugardaginn voru margir þar enda verðurfarið frábært og þar á meðal var Stefán Róbert Gissurarson ásamt fleirum. Hann veiddi vel af flottum þorski.
,,Þetta er bara geggjað að renna fyrir fisk hérna í Kollafirðinum,“ sagði Stefán Róbert Gissurarsson er við hittum hann nýkominn í land með flotta veiði og væna fiska.
,,Veðurfarið var meiriháttar og ég fékk nokkra en sá stærsti var 106 sentimetrar og fiskana veiddi ég á króa með gúmmí,“ sagði Stefán Róbert ennfremur.
Að geta rótið til fiskjar er meiriháttar og það styttir biðina eftir veiðitímanum. Fiskurinn er flottur og menn eru að fá vel vel í soðið. Til þess er leikurinn gerður.
Mynd.Stefán Róbert Gissurarson með flotta veiði um helgina.