fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Vorveiðin gengur ágætlega þrátt fyrir kulda

Gunnar Bender
Mánudaginn 6. apríl 2020 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir  að skítaveðurfar hefur vorveiðin víða gengið ágætlega og ótrúlega vel sumarstaðar. Opnunin í Lituá í Kelduhverfi gaf yfir 100 fiska í norðan báli og i Tungulæk hafa veiðst vel yfir 100 fiskar. Lækurinn opnaði fyrir fáum dögum og allt er þetta í leiðinlegu veðri og litlu veiðiveðri.

,,Við fengum um 50 fiska í Steinsmýrarvötn en það var kalt,“ sagði Sævar Sverrisson en hann opnaði vötnin ásamt fleiri vöskum veiðimönnum. Við fréttum af öðrum veiðimönnum sem reyndu í Vatnamótununum fyrir austan fyrir tveimur dögum  en það gekk rólega, mikill ís og erfitt að athafna sig.

,,Við fengum einn fisk í Varmá og það var kalt,“ sagði Marteinn Jónasson en erfitt að henda reiður á fjölda fiska í Varmá,  kannski á milli 20 og 30 fiskar.

Veiðimaður sem fékk sér bíltúr og kíkti á Leirvogsá. Þar var ekkert nema klaka að sjá og eina og eina vök á ánni. Hann forðaði sér heim til konunnar.

 

Mynd. Ron frá Englandi með flotta bleikju úr Steinsmýrarvötnum. Mynd SS

Mynd. Fjör við Varmá en þar hefur verið kalt eins og annarsstaðar fyrstu dagana í birting.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik
EyjanFastir pennar
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“