,,Það er skrýtið að keyra framhjá Geirlandsá og það er ekki hægt að opna vegna ísalaga. En það hlýtur að hlýna og þá kemur þetta,“ sagði veiðimaður sem átti leið um Klaustur fyrir tveimur dögum. En Geirlandsá var ekki hægt að opna fyrstu dagana, vegna ísalaga. Veðurfarið mætti vera betra en það er ekki allt kosið þessa dagana hvorki í veiðinni nema öðru.
,,Já, ég fór í Brúará og veiddi bleikju sem var 2,5 punda en það var kalt og það fraus í lykkjunum,“ sagði Vignir Arnarson en hann fór á bleikjuslóðir í Brúará og hann náði fisk í kuldanum.
,,Við erum hérna ennþá og það eru að veiðast vænir fiskar,“ sagði Sævar Sverrisson við Steinsmýrarvötn. Veiðimenn reyna og reyna hvað þeir geta. Marteinn Jónasson var í Varmá í morgun og hann var að fá fiska en mjög kalt var þar um slóðir.
Er þetta ekki bara málið þessa dagana, útivera í skítakulda. Ég veit það bara ekki, ég ætla að vera inni og telja flugurnar í boxinu.
Mynd. Bolta fiski sleppt aftur í Ytri Rangá í opun árinnar.