,,Það er gott að komast út og veiða aðeins hérna,“ sagði Rannveig Ólafsdóttir í Mývatnssveit en sæmileg silungsveiði hefur verið í vatninu, bæði á bleikju og urriða, síðan veiðin byrjaði fyrir tæpum mánuði síðan.
,,Þetta eru tveir til þrír fiskar á dag á dorginu, bæði bleikja og urriði,“ sagði Helgi Héðinsson í Mývatnssveit er við spurðum um veiðina. ,,Veiðin er skemmtileg og útiveran góð,“ sagði Helgi ennfremur.
Ísinn er þykkur ennþá á vatninu og víða um land á vötnnum ennþá. Það er ekki spáð neinum hlýindum á næstunni, einn og einn dag í mesta lagi.
Mynd. Rannveig Ólafsdóttir með flottan fisk á dorginu í Mývatni fyrir nokkrum dögum. Mynd Helgi