,,Við vorum bara rétt að byrja veiðina. Pólverjarnir eru duglegir að koma og eru hérna utar. Þeir eru búnir að fá töluvert af fiski en hann er frekar smár,“ sögðu veiðimenn sem voru að byrja að veiða á vatninu á sunnudaginn.
En allavega 10 veiðimenn voru að dorga þegar við komu á staðinn og það var veiði. Já, margir voru að veiða um helgina, veðurfarið var gott og ennþá fleiri að stunda útvist við vatnið en ekki að veiða. Fólk, hundar og margir á fjórhjólum.
Veðurfarið var með því betra síðustu vikurnar. Fyrir löngu kominn tími til, smá vor í lofti og ísinn á vatninu er þykkur og fiskurinn fyrir hendi, þó hann sé ekki stór.
Á Elliðavatni er ísinn að hverfa með hverjum deginum en hann verður góður á Hafravatni næstu vikurnar.
Mynd. Dorgað á Hafravatni í gær en fiskurinn er fyrir hendi en frekar smár. Mynd Maria Gunnarsdóttir.