Það eru margir víða um land sem stunda dorgveiði sér til skemmtunnar á hverju ári. Þessa dagana virðist ísinn þykkur og traustur en samt verður að fara varlega og skoða vel aðstæður.
,,Við fórum uppá heiði um daginn og þar var ísinn í lagi, þykkur og flottur og við fengum nokkra fiska,“ sagði veiðimaður fyrir norðan sem oft fer á dorg á hverjum vetri og veiðir vel á sínum heimaslóðum.
Hérna fyrir sunnan hefur ísinn á vötnunum verið góður en betra er að fylgjast með stöðunni á veðri og vindum. Aðeins hefur kólnað en hvort það er nóg þarf maður að vera með á hreinu. Ísinn þarf allavega að vera 40 til 50 sentimetrar til að hann sé öruggur. En fátt er skemmtilegra en að dorga þegar veðurfarið er gott og fiskurinn í tökustuði.
,,Við fórum út á Snæfellsnes um daginn og boruðum nokkrar holur. Á tveimur vötnum fengum við fisk en ekki mjög stóra,“ sagði veiðimaður sem reyndi aðeins um daginn á dorginu.
Útiveran er góð og hægt að að sjá vötnin frá öðrum stöðum en á sumrin á dorginu. Þessa dagana er ísinn allavega verulega þykkur og traustur.
Mynd. Guðmundur Bjarkason, leiðsögumaður með flotta bleikju úr Mývatni en veiði hefst þar 1. mars. Mynd Helgi Héðinsson