Sunnan heiða hefur verið erfitt að stunda dorgveiði vegna þess að verðurfarið hefur verið leiðinlegt. Samt hafa menn verið að fá eitthvað af fiski.
Einn veiðimaður sem við fréttum af fór á Skorradalsvatn og fékk tvo góða fiska. Góð veiði hefur verið á Hafravatni, einn og einn stór fiskur og margir að veiða suma dagana. Einhver fór á Langavatn og veiddi nokkra en þeir voru mjög smáir. Fyrir norðan hefur verið stunduð dorgveiði og einhverjir veitt vel.
,,Við byrjum á Mývatni fyrsta mars að dorga,“ sagði Helgi Héðinsson á Mývatni er við spurðum stöðuna á svæðinu. Í fyrra gekk dorgveiðin ágætlega þar.
Ísinn er þykkur víða og hægt að dorga. Fiskurinn er fyrir hendi víða, bara að fá hann til að taka agn veiðimanna.
Mynd. Veiðimaður frá Bandaríkjunum með urriða á Langavatni í Reykjadal. Mynd Matti.