Einn og einn hrafn flugur yfir Norðurána í gærdag ofarlega við Krók, annars er lítið líf á staðnum. Núna þegar 120 dagar eru þangað til Norðurá i Borgarfirði opnar fyrir veiðimenn er snjómagnið alls ekki mikið. En staðan er samt ekki alslæm.
Upp á Holtavörðuheiði er aðeins meira snjómagn og það mun hafa sitt að segja þegar veiðitíminn byrjar fyrir alvöru. En magnið hefur oft verið meira eftir frekar leiðinlegan vetur.
Einn og einn niðurgöngulax liggur undir ísnum og biður átekta eftir að koma sér neðar í ánni. Biðin eftir næsta laxveiðitíma styttist með hverjum deginum, það er það góða.
Klakamagnið á ánni og við bakka hennar bíður eftir að það fari að hlýna verulega. Og það er fleiri að bíða, biðin styttist, og það verulega.
Mynd. Staðan við Krók í Norðurárdal í gærdag. Biðin eftir veiðitímanum styttist með hverjum deginum. Mynd María Gunnarsdóttir.