Það virðist ætla að verða einhver bið á því að Andakílsá í Borgarfirði verði opnuð fyrir veiðimenn aftur. Það er eflaust flestum í fersku minni slysið sem átti sér stað í maí byrjun 2017 og rústaði ánni á nokkrum klukkutímum. Drullan valt niður ána og fyllti hvern veiðistaðinn af öðrum drullu malli sem hafði hrikalegar afleiðingar fyrir ána.
Og núna þremur árum seinna virðist það vera ljóst að ekkert nema smá tilraunaveiði verður stunduð í ánni á sumri komanda. Þessi stór skemmtilega veiðiá verður líklega lengi að jafna sig eftir áfallið og stofn árinnar á ekki afturkvæmt.
Þetta er sorgleg staðreynd og fyrir ein stór mistök sem verða þegar menn hugsa lítið sem ekkert.
Mynd. Við Andakílsá í Borgarfirði sem verður ekki opnuð fyrir veiðimenn í sumar. Mynd Ingibjörg Anja.