Enginn veit hvernig laxveiðin verður næsta sumar. Engin vissi heldur hvernig veiðin yrði í sumar sem leið. Jú, það er verið að tala um skárra sumar á næsta ári, betri staða er á seiðunum en síðustu ár. Allt eru þetta getgátur samt og það er sjórinn sem ræður öllu fyrir veiðimenn.
En eitt er skárra en á sama og tíma og í fyrra og það er meira magn af snjó og hann hefur frosið, sem fer ekki svo glatt. Og það er spáð köldu áfram og það mun hafa sitt að segja.
Og svo veit enginn hvort það verður rigninga sumar á næsta veiðitímabili. Allt kemur þetta í ljós með tíð og tíma. Snjórinn er samt meiri en fyrir ári síðan.
Veiðitíminn er fyrir löngu úti en veiðimaður labbar með borinn á Hafravatni fyrir fáum dögum og borar, hann hefur fundið sér stað og borar, skömmu seinna verður hann var og fær fiska. Hann er að stytta biðina eftir næsta veiðisumri. Það er það góða.
Óskum veiðimönnum gleðilegra jóla.
Mynd. Laxinn landað í opun Norðurá á Eyrinni. Mynd Maria Gunnarsdóttir.