Veiðimenn eru alls ekki að fara í jólaköttinn í ár. Bók hans Sigga Haugs, bókin um Stefán hreindýrakall á Grænlandi og síðan hnausþykkt bók um Hofsá og Sunnudalsá í Vopnafirði, sem þeir Guðmundur Guðjónsson og Einar Falur Ingólfsson voru að klára og Litróf var að gefa út.
Bókin er yfir 200 síður með flottum myndum og hellings texta. En þeir hafa áður gert bækur meðal annars um Þverá, Langá, Laxá í Kjós og Grímsá.
Það er enginn vandi að koma sér á árbakkana með því lesa og skoða þessa bók um Hofsá og Sunnudalsá eins og hinar. Það er ágæt þegar er kalt úti og alls ekki hægt að veiða en það er hægt að hnýta flugur fyrir næsta sumar. Sem laxinn gæti tekið.
Mynd. Bókin um Hofsá og Sunnudalsá í Vopnafirði flett og skoðuð. Mynd GB