Rjúpnaveiðinni er lokið í ár og margir fengu í jólamatinn eftir mikið labb og góða útiveru. Þetta árið var hægt að velja hvenær menn færu til rjúpna í nóvember og fleiri dagar voru í boði en fyrir ári síðan.
,,Mér finnst þetta betra fyrirkomulag en í fyrra og manni heyrist það á veiðimönnum sem maður hefur heyrt í,“ sagði veiðimaður sem hafi gengið fjöll og hóla fimm sinnum og fengið í jólamatinn.
Á facebook er líka að heyra á veiðimönnum að þeir séu ánægðari með þetta fyrirkomulag. Aflatölur eru misjafnar, jú menn hafa fengið í jólamatinn margir hverjir, en einn og einn ekki. Útiveran er góð og veður hefur víða verið mjög gott til gönguferða.
Mynd. Gengið til rjúpna um helgina. Ekki seinna vænna en þau lauk veiðinni þetta árið.