Þær eru ekki margar veiðibækurnar um þessi jól og þeim hefur farið fækkandi síðustu árin og það er ekki gott. Fyrir nokkrum árum voru þetta 4 til 5 bækur um hver jól, það er liðin tíð.
Það er enginn vandi að sökkva sig niður í bókina hans Sigga Héðins, Af flugum, löxum og mönnum. Í bókinni er margt mjög fróðlegt en Sigurður verið leiðsögumaður í allavega 30 ár og þekkir þennan veiðiheim svakalega vel.
Hann hefur hnýtt margar flugur og laxinn hefur verið í vandræðum að taka ekki, eins og flugan Hauginn, sem margir hafa veitt vel á.
Við skulum ekki taka spennuna af lesendum, bókin er full af skemmtilegheitum og enginn vandi að sökkva sig í bókina löngum stundum. Og koma sér í veiðiheiminn, þess vegna er þessi bók meira en nauðsynleg, þegar maður getur ekki tekið stöngina af hillunni og kastað fyrir laxa vegna þess að veiðitíminn er löngu úti. Til hamingju með bókina Sigurður.