Það eru margir sem ætla til rjúpna strax en veiðin byrjar á föstudaginn kemur. Spáin er góð víða um land fyrstu dagana en núna má veiða fleiri daga en í fyrra. Og veiðimenn geta valið þetta sjálfir.
En veiðitímabilið þetta árið er frá 1.nóvember til 30. nóvember. En leyfð er fimm daga veiði í viku, frá föstudögum til þriðjudags í hverri viku. Veiðibann er miðvikudag og fimmtudag. Áfram er í gildi sölubann á rjúpum eins og verið hefur síðustu árin og veiðimenn eru hvattir til hófsemi í veiðum.
,,Við ætlum norður til veiða,“ sögðu veiðimenn sem voru að versla sér skot í veiðibúð í dag. Við ætlum að leggja í hann á fimmtudaginn og byrja snemma á föstudaginn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það verður að ná í jólamatinn,“ sögðu þeir félagar með fullt fangið að skotum og klárir í veiðiskapinn.
Það er víða farið selja á rjúpuna og bjóða uppá gistingu og jafnvel leiðsögn líka sem fylgir. Allt breytist þetta með tímanum.
Mynd. Eydís Gréta Guðbrandsdóttir með nokkrar rjúpur á síðasta veiðitímabili. Mynd Kjartan.