,,Við tökum laxa og kreistum þá og gröfum hrognin hérna í hliðarlækjunum,“ sagði Haraldur Eiríksson við Laxá í Dölum fyrir ári síðan og þetta hefur verið gert áfram í Laxá og víða um landið.Það er verið að reyna að hjálpa ánum og þetta er gert víða. Þeim fjölgar ánum sem eru farnar að gera þetta og líklega eru þetta orðnar yfir tíu laxveiðiár.
,,Við erum að veiða í klak, laxarnir kreistir og hrognin grafin ofarlega í ánni,“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri í Norðurá í Borgarfriði, er við spurðum um veiðimenn í ánni í lok september.
Og Einar bætti við. ,,Fiskurinn er kreistur og mun Sigurður Már fiskifræðingur stýra verkinu. Hrognin verða síðan grafin á völdum stöðum í ánni,, sagði Einar ennfremur.
Þess má geta að þetta hefur verið gert í Miðfjarðará og eitthvað fyrir austan í nokkrum laxveiðiám.