Sjaldan verið eins góð silungsveiði
Fátt er skemmtilegra en veiða fyrsta fiskinn sinn, finna tilfinninguna þegar hann tekur agnið og maður tekst á við fiskinn. Þannig var það hjá Ísarr Nökkva út á Snæfellsnesi fyrr í sumar.
En sumarið sumar var einkar gott til að stunda silungsveiði og vel veiddist víða. Veðurfarið var gott og veiðimenn á öllu aldri gátu rennt fyrir fisk saman.
,,Veiðikortið gekk feiknavel í sumar og seldist vel,, sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu en það seldist vel í sumar og margir tryggðu sér kortið snemma sumars til að geta rennt fyrir silunginn í sumar.
..Ég fór allavega í 20 vötn víða um land og veiddi vel,“ sagði veiðimaður í samtali um Veiðikortið.
Veiði er fyrir alla, silungsveiði þar sem allir geta rennt fyrir fisk og stundum tekur hann, stundum ekki. Það er spennan í veiði eins og hjá unga veiðimanninum Ísarr Nökkva sem fékk þann fyrsta í sumar eins og fleiri veiðimenn.
Mynd. Það er gaman þegar maður veiðir fyrsta fiskinn sinn sjálfur.