fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Styttist í rjúpnaveiðitímabilið

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 16. október 2019 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1.nóvember. Skotveiðimenn bíða spenntir og margir hverjir eru farnir að undirbúa sig. Þann 24. október nk. mun SKOTVÍS halda sitt árlega rjúpnakvöld í sal Sjóstangveiðifélagsins að Grandagarði 18.

Þar mun Arne Sólmundsson verkfræðingur fara yfir vinnu SKOTVÍS við greiningar gagna um rjúpnaveiðar. Niðurstöður hans leiddu til þess að opnað var fyrir fleiri rjúpnaveiðidaga í fyrra og aftur nú í haust. Í ljós kom að fjöldi leyfilegra veiðidaga jók ekki sókn veiðimann í stofninn né jók heildarveiðina. Ástæðu lækkandi toppa rjúpunnar er að finna í viðkomu hennar en hún hefur minnkað úr 8,5 rjúpuungum á hænu í 6 á 30 árum.

Umhverfisstofnun mun senda sérfræðing sem fer yfir veiðitölur og sóknartölur sem hafa fengist úr veiðikortakerfinu frá því það var tekið í notkun 1995. Náttúrufræðistofnun Íslands mun kynna rjúpnarannsóknir stofnunarinnar og kynna nýtt samstarf við veiðimenn.

Ívar Pálsson lögfræðingur og stjórnarmaður SKOTVÍS mun síðan fara létt yfir hvar má veiða og hvar ekki. Einnig verður leiðsögn fyrir nýliða á rjúpnaveiðum og jafnvel eitthvað meira skemmtilegt! Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtilegheit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea ætlar að reyna að skáka Arsenal sem er í bílstjórasætinu

Chelsea ætlar að reyna að skáka Arsenal sem er í bílstjórasætinu
Matur
Fyrir 20 klukkutímum
Eðlan sú allra besta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot