,,Þetta var meiriháttar og margir mættir. Þetta er flott sýning á hverju ári hjá honum Jóhannesi,“ sagði einn af þeim mörgu sem lagði leið sína á Þingvelli á laugardaginn til að skoða Jóhannes hjá Laxfiskum og alla hina urriðana sem voru búnir að koma sér fyrir í Öxaránni. En líklega er á annað þúsund urriðar sem hafa tekið sér bólfestu þar og eru að hefja átökin eða eru byrjaðir á því.
Þetta er tignarleg sjón og verður stórfenglegra með hverju árinu. Jóhannes lýsir þessu vel og það skiptir öllu þegar maður er ekki alveg inní kynlífi urriða og annarra fiska. Þess vegna er það nauðsynlegt að hlusta á manninn sem þekkir þetta vel.
Mynd. Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum með flottan urriða á laugardaginn. Mynd Ólafur Hafsteinsson