fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Aldrei veiðst svona mikið af hnúðlöxum

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 9. október 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við fengum hnúðlax í Miklavatni í Fljótum fyrr í sumar,“ sagði Guðjón Jóhannes Guðlaugsson í samtali við Veiðipressuna en hnúðlax hefur aldrei veiðst eins mikið og í sumar. Líklega er verið að tala um að veiðst hafi á milli 250 og 300 slíkir ef ekki fleiri. Og þeir veiddust um allt land.

Fyrir austan var hann í torfum eins og í Fögru hlíðarósnum og í Norðfjarðará líka.

,,Ég lenti í þessum viðbjóði í Norðfjarðará. Það var torfa af hnúðlaxi og ekki gaman að veiða þennan ófögnuð,“ sagði veiðimaður sem við ræddum og í sama streng tók annar sem var í Fögru hlíðarósi. Þar var líka mikið af þessu fiski. Við erum allavega að tala um á milli 25 og 30 fiska í hvorum ósi.

Fyrir nokkrum árum var það fundrann sem var að trufla veiðimenn en núna er það hnúðlaxinn, hvað verður næst?

 

Mynd. Hnúðlaxinn kominn á land í Miklavatni fyrr í sumar en aldrei hafa veiðst fleiri en í sumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“