,,Við fengum hnúðlax í Miklavatni í Fljótum fyrr í sumar,“ sagði Guðjón Jóhannes Guðlaugsson í samtali við Veiðipressuna en hnúðlax hefur aldrei veiðst eins mikið og í sumar. Líklega er verið að tala um að veiðst hafi á milli 250 og 300 slíkir ef ekki fleiri. Og þeir veiddust um allt land.
Fyrir austan var hann í torfum eins og í Fögru hlíðarósnum og í Norðfjarðará líka.
,,Ég lenti í þessum viðbjóði í Norðfjarðará. Það var torfa af hnúðlaxi og ekki gaman að veiða þennan ófögnuð,“ sagði veiðimaður sem við ræddum og í sama streng tók annar sem var í Fögru hlíðarósi. Þar var líka mikið af þessu fiski. Við erum allavega að tala um á milli 25 og 30 fiska í hvorum ósi.
Fyrir nokkrum árum var það fundrann sem var að trufla veiðimenn en núna er það hnúðlaxinn, hvað verður næst?
Mynd. Hnúðlaxinn kominn á land í Miklavatni fyrr í sumar en aldrei hafa veiðst fleiri en í sumar.