,,Veðurfarið í sumar hefur sett alla veiði úr skorðumu um land allt í sumar. Ekki kom dropi úr lofti víða svo mánuðum skipti. Svo komu rigningar undir það síðasta og svo segja má að þetta hafi annað hvort verið í ökkla eða eyra,“ sagði veiðimaður sem hefur verið að kanna stöðuna í laxveiðiánum eftir þessi skuggalegu flóð sem voru um daginn og hreinsuðu heilu árnar,frá efsta stað til neðsta á nokkrum dögum.
,,Ég fór að veiða vestur í Dölum eftir þessar miklu rigningar á dögunum og áin var gjörbreytt, heilu veiðistaðirnir horfnir og bara berar klappir. Það hafa seiði í þúsundum talið drepist, sem betur fer var laxinn ekki byrjaður að hrygna, þá hefði tjónið orðið ennþá vera. Í fyrra rigndi um haustið en það var hátíð miðað við þessar hamfarir,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Trausti Bjarnason bóndi í nágreinni við ána sagði í viðtali aldrei hafa séð annað eins og fleiri taka í sama streng, tjónið er mikið og það á eftir að hafa áhrif þegar framlíða stundir.
,,Þetta voru bara hamfarir,“ sagði Trausti Bjarnason og það eru orð að sönnu. Spurningin er bara hvað tjónið verður mikið. Það á eftir að koma í ljós.
Mynd. Laxá í Dölum í flóðunum um daginn en myndin er tekin af síðunni hjá Hreggnasa.