,,Þetta var gaman og mjög spennandi,“ sagði Óðinn Örn Ásgeirsson sem var einn af þeim mörgu sem veiddi maríulaxinn sinn í sumar. Erfitt er að henda reiður á það hvað margir veiddu sinn fyrsta lax í sumar sem leið. Lætur nærri að þeir hafi verið á annað hundrað, í það minnsta.
Margir fengu fyrsta laxinn þrátt fyrir að veiðin hefði verið slök stóran hluta sumars vegna vatnsleysis og fiskleysis. Elliðaárnar koma sterkar inn með maríulaxa en margir fengu sinn fyrsta þar og á barna og unglingadögum fengu fyrsta laxinn.
Þetta kveikir í ungum veiðimönnum að renna fyrir fisk og fá eitthvað. Það skiptir öllu.
En veiðisumarið er að enda. Eystri Rangá er komin yfir 3000 laxa og er efst. Veiðimenn eru ennþá að renna og fiskurinn að taka, veðurfarið er flott og sama spá áfram.
Mynd. Óðinn Örn Ásgeirsson, 9 ára, veiddi maríulax sem reyndist 10 pund í Hólsá fyrr í sumar.