Vatnavextirnir núna á dögunum, sem gerðu flestar veiðiár kolmórauðar á stórum svæðum á vesturlandi og breytti ímynd marga fallega veiðiá, á eftir að draga dilk á eftir sér og gæti haft miklar afleiðingar fyrir árnar. Þúsundir seiða hafa drepist enda hafa veiðistaðir hreinlega hreinast burtu í mörgum þeirra og þær breytt um ásýnd.
,,Ég hef aldrei séð svona vatnavexti og flóð, þetta var hrikalegt, þetta voru bara hamfarir, aldrei séð annan eins,“ sagði Trausti Bjarnason bóndi á Skarðsströnd, en laxveiðiár á svæðinu gjörbreyttu um mynd og góðir veiðistaðir hurfu eftir þessi flóð. Sumstaðar voru bara berar klappir þar sem áður var fallegur hylur.
Og fleiri taka í sama streng og Trausti, veiðimaður sem var á ferðinni út á Mýrum þegar mestu flóðin voru og rigningar sagði að þetta væri eins og versta helvíti.
,,Heilu árnar breyttu um mynd og maður gat ekkert veitt. Þetta var eins og í helvíti, seiði hafa drepist og ekki má laxastofninn við því eftir þetta sumar. Þetta hefur skeð áður svona á haustin en ekkert í líkindum við þetta,“ sagði veiðimaðurinn. Dæmi erum að heil laxveiðiá hafi alveg breytt um ímynd og þá þarf mikið til. Horfið á störum köflum.
Mynd. Flóð í Hvassá við Fornahvamm fyrir skömmu. Mynd María Gunnarsdóttir.