,,Veiðin gekk ágætlega í Fögruhlíðarósnum hjá mér, nokkrar bleikjur og einn urriði,“ sagði Gunnar Vignisson í samtali við Veiðipressuna. Gunnari fannst gaman að renna fyrir fisk eins og fleirum fyrir austan. En bleikjuveiði hefur verið víða góð á þeim slóðum og margir veitt vel. Norðfjarðaráin hefur gefið vel, Fögruhlíðarósinn og ósinn á Breiðdalsá þegar var hægt að veiða.
,,Mér er sagt að veiðin í ósnum hafi verið fín fyrripart veiðitímans en veit ekki um seinni partinn,“ sagði Gunnar sem sendi okkur mynd af vænni bleikju sem er full af loðnu. En um daginn birtum við mynd af urriða með seiði uppí sér.
Þessi bleikja bætti heldur betur um, uppi henni voru 6 stykki en það sést betur á myndinni sem fylgir fréttinni sem Gunnar tók fyrir austan.