Urriðinn getur verið grimmur og hann slær ekkert slöku við þegar hann er að ná sér í eitthvað til fæða sig. Þessi urriði tók fluguna í Litlu Þverá í Borgarfirði fyrir fáum dögum og gaf ekkert eftir þegar hann var þreyttur á ferð sinni um hylinn nokkra stund.
Hann var dreginn á land og þegar átti að losa fluguna kom þetta laxaseiði út úr honum (sjá mynd) sem var ekkert smásmiði. Flugan var líka í stærri kantinum, einkrækja, Dýrbíturinn.
En þessi urriði var kannski ekki alveg eins gráðugur og urriðinn sem gleypti músina forðum daga á urrriðasvæðinu. En seiðið var samt stórt og flugan líka, svona getur þetta verið í náttúrunni.
Mynd. G.Bender.