Veiðitíminn er að styttast í annan endann, allavega í laxveiðinni. Sjóbirtingsveiðinn er að byrja á fullu þessa dagana og hefur gengið vel þar sem hann er að gefa sig.
Við skulum aðeins kíkja aðeins á veiðitoppinn eins og staðan er núna. Eystri Rangá er efst með 2780 laxa, síðan kemur Ytri Rangá með 1480 laxa og síðan Selá í Vopnafirði. Í Miðfjarðará hafa veiðst 1430 laxar og svo Þverá í Borgarfirði með 1040 laxa.
Rigningin síðustu daga hefur hleypt lífi í veiðina. Margir áttu samt von á meiri kipp en raunin hefur orðið á.
Mynd. Eystri Rangá trónir á toppnum en þar hafa veiðst hátt í þrjú þúsund laxar.