,,Þetta var meiriháttar en ég var með fiskinn á í 6 til 7 mínútur,“ sagði María Gunnarsdóttir sem veiddi sinn fyrsta flugulax í Litlu Þverá í Borgarfirði í gær. Fiskurinn veiddist í Fluguklöppinni sem hefur gefið eina mest af fiski í Litlu Þverá þetta sumarið.
Veiðin hefur tekið kipp í ánni eftir að fór að rigna verulega um síðustu helgi og það hefur haft sitt að segja.
,,Fiskurinn tók svarta franses þyngda og þetta var skemmtileg barátta,“ sagði María i lokin ánægð með laxinn.
Þverá, Kjarrá og Litla Þverá hafa gefið um 950 laxa saman í sumar og veiðin hefur batnað eins og í Kjarrá en síðasta holl þar veiddi 40 laxa.
Mynd. María Gunnarsdóttir með fyrsta flugulaxinn úr Litlu Þverá. Fiskurinn var 6.5 pund.