Athygli vakti í vor þegar fregnir bárust af því að hjón Svanhildur Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hefðu verið handtekin og flutt í yfirheyrslu vegna viðskipta með hlutabréf í Skeljungi fyrir nokkrum árum.
Rannsóknin stendur enn, en vegna hennar sagði Svanhildur af sér sem stjórnarformaður VÍS, en þau hjón hafa verið umfangsmiklir fjárfestar í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár, td í Kviku.
Greinilegt er að hjónin vilja skipta um umhverfi þar til storminn lægir, því Svanhildur tilkynnti vinum sínum á samskiptamiðlum að fjölskyldan hyggi á flutninga til Spánar, nánar tiltekið Barcelona. Bætast þau þar með í stóran hóp (og vaxandi) hóp Íslendinga sem flytur til Spánarstranda þessi misserin.
„Mér telst til að þetta sé í sjötta skiptið sem ég flyt til annars lands svo þetta ætti nú ekki að vera flókið,” segir Svanhildur og bætir við að þau hjón hyggist vinna sín verkefni í sólinni.