Nú er þing komið saman eftir langt sumarfrí, fjárlagafrumvarp hefur verið kynnt og hefðbundin pólitísk átök hafin á nýjan leik.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dalað mjög í vinsældum þrátt fyrir friðsemdarsumar og hætt er við að róðurinn geti orðið þungur í vetur. Hörð átök blasa við á vinnumarkaði, verðbólgan er farin að láta á sér kræla og óvissa er uppi í ferðaþjónustunni — langstærstu atvinnugrein þjóðarinnar.
Stjónarandstaðan hefur brýnt klærnar síðustu daga og ætlar sér að freista þess að fella ríkisstjórnina áður en vetur er allur.