Áhugamenn um efnahagsmál hafa haft nógsn tíma í rigningunni og dumbungnum á Suðvesturhorninu til að velta næstu vikum og mánuðum fyrir sér og kvíða því sem framundan er.
Almennt er mál manna sem til þekkja, að haustið geti falið í sér nokkrar hamfarir í atvinnulífinu og mörg fyrirtæki lifi það ekki af. Er þar einkum horft til aðila í ferðaþjónustu, veitingageiranum og margvíslegri afleiddri starfsemi.
Talið er að bankarnir muni ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína með þvinguðum samrunum og eignasölum.
Svikalognið fram að september verður fljótlega í minningunni einni og þá er hætt við að napur sannleikurinn (og kaldur veturinn) taki við.