fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

Ótrúlegt fylgishrun: Hverjar verða afleiðingarnar?

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 4. júní 2018 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir frá kosningunum, hefur stjórnmálaspekingum gefist kostur til að rýna í úrslitin úr ákveðinni fjárlægð og bera saman við fyrri tíð. Margt kemur þá áhugavert í ljós, en væntanlega ber þar hæst ótrúlegt fylgishrun Vinstri grænna. Fylgishrun sem í reynd felur í sér stórpólitísk tíðindi.

Tökum bara höfuðborgina Reykjavík sem dæmi. Þar á bæ var Katrín Jakobsdóttir oddviti í síðustu kosningum og varð svo forsætisráðherra í samstjórn Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsókn.

Á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru hefur fylgið gersamlega tæst af Vinstri grænum. Hvern einasta mánuð, hverja einustu viku, hvern einasta dag.

Látum tölurnar tala sínu máli:

Í Alþingiskosningum fékk VG samtals 14.477 atkvæði í Reykjavík suður og norður. Ári síðar, fékk VG samtals 2.700 atkvæði í borgarstjórnarkosningunum.

Þetta er algjörlega ótrúlegt fylgishrun. Á áðeins örfáum mánuðum hafa fjórir af hverjum fimm kjósendum Vinstri grænna yfirgefið flokkinn. Varla eru til mörg dæmi um jafn rosalegt fylgishrun í samanlagðri stjórnmálasögu landsins.

Þetta er þeim mun athyglisverðara, að Vinstri græn fara með stjórn landsmála gegnum forsætisráðherraembættið og borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir ræður með atkvæði sínu miklu um hvers konar meirihluta á að mynda í borgarstjórn Reykjavíkur.

Í reynd ættu þessi úrslit að hafa orðið til þess að Vinstri græn dragi sig í hlé og leggist í allsherjar naflaskoðun, því kjósendur hafa sent um það skýr skilaboð. Ótrúlegt er annað en þingmenn velti fyrir sér umboði forsætisráðherrans, heilbrigðisráðherrans, forseta þingsins og umhverfisráðherrans við þessar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid og PSG með nauðsynlega sigra – Sterkur útisigur Aston Villa

Real Madrid og PSG með nauðsynlega sigra – Sterkur útisigur Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola opnar sig um framtíð sína

Guardiola opnar sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn