fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

Þegar starfsmaður Bónus féll frá – „Með gróða en ekki græðgi“

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 28. október 2018 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Jónsson stofnandi Bónus var 72 ára þegar hann lést á Landspítalanum þann 27. Júlí 2013. Hann var umdeildur maður á stundum en hann var maður fólksins líka, almúgamaður sem setti svip sinn á íslenskt samfélag. Guðmundur Marteinsson sem vann lengi með Jóhannesi skrifaði um hann á þessa leið í minningargrein:

„Fyrir honum voru allir jafnir og mikilvægir. Engin keðja var sterkari en veikasti hlekkurinn. Það gilti einu hver kom í Skútuvoginn, starfsfólkið eða viðskiptavinir, nú eða bara fólkið af götunni, allir voru velkomnir.“

Sjálfur sagði Jóhannes þegar hann opnaði búðina ásamt Jóni Ásgeiri syni sínum að í rekstri Bónus yrði stefnt á gróða um leið og og ætti að forðast græðgi.

Og það eru til endalausar sögur af Jóhannesi. Hann styrkti hin og þessi góðgerðafélög og vinátta, sem hann kveikti í brjóstum starfsfólks, fjölskyldu var hyldjúp. Og það eru til endalausar sögur af Jóhannesi. Ein er svona:

Í verslun Bónus fyrir einhverjum árum starfaði ungur fjölskyldufaðir sem lét mikið á sér kveða. Hann var harðduglegur og eins og Jóhannes sjálfur, hrókur alls fagnaðar. En svo veiktist ungi fjölskyldumaðurinn og veikindin voru alvarleg. Fljótlega kom í ljós að við tæki barátta upp á líf og dauða. Og dauðinn tók, og eftir var ung kona með barni, heltekin sorg. Jóhannes ákvað að greiða útförina. Það má vera að það þyki mörgum sjálfsagt. En síðan tilkynnti Jóhannes hinni ungu ekkju að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur næsta árið hið minnsta. Jóhannes ákvað að eftirlifandi eiginkona myndi fá laun mannsins í eitt ár frá andláti hans.

Það eru til ótal sögur af Jóhannesi í þessa veru. Á Kaffistofunni spyrja nú gestir hennar væntanlega af hverju það sé verið að rifja þessa sögu upp. Jú, það er nefnilega blikur á lofti í efnahagslífinu og það gæti verið erfiður vetur fram undan, bæði fyrir þá sem stýra landinu og svo þjóðina sjálfa. Þeir sem lægst hafa launin vilja ríflegar launahækkanir, á Íslandi er matarverð með því hæsta í heiminum og húsnæðisverð og leiguverð tekur stærstan hluta af ráðstöfunartekjum Íslendinga. Það er stór hópur sem vill mannsæmandi laun, sem von er.

Það verður hart tekist á í vetur um kjaramál og þó blikur séu á lofti er ekkert mikilvægara en að fólk geti lifað sómasamlega á launum sínum. Og þegar herðir að er mikilvægt að standa saman, enn mikilvægara að þeir sem stýra landinu, hvort sem það eru stjórnmálamenn eða í viðskiptalífinu að þeir muni eftir kaupmönnum eins og Jóhannesi, sem hafði djúpa sýn á hið mannlega og sýndi af sér gæsku og skilning þegar á þurfti að halda. Eða eins og hann sagði sjálfur og gott að flestir hafi til hliðsjónar:

„Með gróða en ekki græðgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid og PSG með nauðsynlega sigra – Sterkur útisigur Aston Villa

Real Madrid og PSG með nauðsynlega sigra – Sterkur útisigur Aston Villa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola opnar sig um framtíð sína

Guardiola opnar sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn