Axel Bóasson, GK, Íslandsmeistari í golfi og stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2018, hefur leik á morgun fimmtudag á Áskorendamótaröðinni.
Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu. Mótið fer fram í Frakklandi og heitir Cordon Golf Open.
Það fer að líða að lokum keppnistímabilsins en aðeins átta mót eru eftir á keppnisdagskrá Áskorendamótaraðarinnar.
Birgir Leifur Hafþórsson á góðar minningar frá þessu móti í fyrra. Hann stóð uppi sem sigurvegari og var það jafnframt fyrsti sigur Birgis Leifs á Áskorendamótaröðinni frá upphafi.