Birgir Leifur Hafþórsson lék á -2 á fyrsta hringnum á Evrópumótaröðinni sem fram fer í Tékklandi. Evrópumótaröðin er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.
Birgir, sem leikur fyrir GKG, er í 66.-85. sæti og er væntanlega á niðurskurðarlínunni eins og staðan er þessa stundina.
Alls fékk Birgir Leifur þrjá fugla og einn skolla í gær. Fjórir kylfingar eru jafnir og efstir á -8.