Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, endaði í 68. sæti á Nordea meistaramótið fer fram á Hills vellinum við Gautaborg. Mótið var hluti af Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.
Birgir lék hringina fjóra á +3 samtals (67-70-75-71). Birgir fékk tæplega 3.000 Evrur í verðlaunafé eða sem nemur 380.000 kr.
Birgir Leifur verður einnig á meðal keppenda á næsta móti á Evrópumótaröðinni sem fram fer í Tékklandi og hefst á fimmtudaginn.
Paul Waring frá Englandi sigraði á -15 samtals eftir bráðabana gegn Thomas Aiken frá Suður-Afríku.