Íslandsmót golfklúbba 2018 fór fram dagana 10-12. ágúst n.k.
Það voru GK og GM léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla á Garðavelli á Akranesi um helgina. Golfklúbburinn Keilir hafði betur 3/2. Þetta er í 15. sinn sem Keilir fagnar sigri í þessari keppni í karlaflokki.
GK og GR léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Þar sigraði GR 3/2 í úrslitaleiknum og var þetta fjórða árið í röð þar sem GR fagnar titlinum og þetta var í 20. skipti sem GR vinnur þetta mót í kvennaflokki.