Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er úr leik á Thornberry Creek LPGA mótinu í Oneida Wisconsins í Bandaríkjunum.
Samkvæmt frétt á golf.is þá lék íþróttamaður ársins 2017 fyrstu tvo hringina á -3 samtals en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía lék þrjár síðust holurnar á -2 samtals á öðrum hringnum en það dugði ekki til Hún hóf leik á 10. teig á öðrum keppnisdegi þar sem hún lék á pari vallar eða 72 höggum – en á fyrsta hringnum lék hún á -3 eða 69 höggum.