Haraldur Franklín Magnús úr GR komst í gegnum niðurskurðinn á Camfil Nordic Championship sem fram fer á Åda Golf & Country Club í Svíþjóð. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Andri Þór Björnsson (GR) eru úr leik.
Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Haraldur lék fyrstu tvo hringina á -1 samtals (74-69) en niðurskurðurinn var +1. Haraldur er í 27. sæti fyrir lokahringinn.