Kylfingar úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-Hvaleyrarbikarnum sem lauk í gær. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Henning Darri Þórðarson úr Keili hafði betur í bráðabana um sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni úr GM.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki og var sigur hennar öruggur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum fyrir lokahringinn. Hún bætti við það forskot og sigraði með sex högga mun á +4 samtals. Guðrún Brá lék jafnt golf alla þrjá keppnisdagana (72-73-72). Berglind Björnsdóttir úr GR varð önnur á +10 og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja á +13 samtals.
Rúnar Arnórsson úr Keili var með eitt högg í forskot á -3 samtals fyrir lokahringinn á Henning Darra. Þegar uppi var staðið voru Henning Darri og Kristján Þór jafnir á -4 og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslitin. Henning fékk par á 18 brautina en Kristján Þór tapaði höggi og lék á skolla. Rúnar Arnórsson varð þriðji á -3 samtals og Birgir Björn Magnússon varð þriðji á -2.