fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Rúnar og Ragnhildur sigruðu í Origio-bikarnum

Arnar Ægisson
Mánudaginn 2. júlí 2018 10:42

Rúnar og Ragnhildur. Mynd/Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmótið í holukeppni, Origo-bikarinn, fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja, þar sem að bestu kylfingar landsins kepptu um einn af stóru titlunum í íslensku golfi. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi.

Rúnar Arnórsson úr Keili Hafnarfrði sigraði í karlaflokki eftir 3/2 sigur gegn félaga sínum Birgi Magnússyni. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki eftir 2/1 sigur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr Keili.

Origo-bikarinn fór nú fram í 31. skipti en fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988.

Alls voru 32 karlar og 24 konur sem hófu keppni s.l. föstudag en leikin var riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum. Efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit.

Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í riðlakeppninni og ungir kylfingar létu til sín taka á þessu móti.

Rúnar Arnórsson vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni, hann vann Kristján Benedikt Sveinsson úr GA í átta manna úrslitum (5/4), Andri Már Óskarsson (GHR) í undanúrslitum (3/2) og Birgi Björn Magnússon (GK) í úrslitum.

Ragnhildur vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni nokkuð örugglega. Í 8-manna úrslitum sigraði hún Andreu Ýr Ásmundsdóttur (GA) (7/5), í undanúrslitum hafði hún betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur (GKG) (3/2), og úrslitaleikurinn endaði með 2/1 sigri Ragnhildar gegn Helgu Kristínu.

Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) varð nýverið Íslandsmeistari unglinga í flokki 15-16 ára. Hulda Clara varð þriðja í kvennaflokknum eftir að hafa lagt Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 4/3.

Ingvar Andri Magnússon (GKG) varð þriðji í karlaflokki eftir að hafa lagt Andra Má Óskarsson úr GHR 3/2. Ingvar Andri varð á dögunum Íslandsmeistari unglinga í flokki 17-18 ára og er því að leika vel þessa dagana.

Úrslit karla:
Rúnar Arnórsson (GK) – Birgir Björn Magnússon (GK)
*Rúnar sigraði 3/2.
Leikur um 3. sæti karlar:
Ingvar Andri Magnússon (GKG) – Andri Már Óskarsson
*Ingvar Andri sigraði 3/2.

Úrslit kvenna:
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Kristín Helga Einarsdóttir (GK)
*Ragnhildur sigraði 2/1.
Leikur um 3. sætið konur:
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK)
*Hulda Clara sigraði 4/3.

Undanúrslit karla:
Birgir Björn Magnússon (GK) – Ingvar Andri Magnússon (GKG)
*Birgir Björn sigraði 1/0.
Andri Már Óskarsson (GHR) – Rúnar Arnórsson (GK).
*Rúnar sigraði 3/2.

Undanúrslit kvenna:
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Hulda Clara Gestsdóttir (GKG)
*Ragnhildur sigraði 3/2.
Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Helga Kristín Einarsdóttir (GK)
*Helga Kristín sigraði 2/1.

Úrslit leikja í 8-manna úrslitum:

Birgir Björn Magnússon (GK) – Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)
*Birgir Björn sigraði 1/0.

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA)
*Ragnhildur sigraði 7/5.

Ingvar Andri Magnússon (GR) – Theodór Emil Karlsson (GM)
*Ingvar Andri sigraði 3/2.

Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK)
*Hulda Clara sigraði 2/1.

Andri Már Óskarsson (GHR) – Fannar Ingi Steingrímsson (GHG)
*Andri Már sigraði 2/0.

Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Eva María Gestsdóttir (GKG)
*Hafdís Alda sigraði 2/0.

Rúnar Arnórsson (GK) – Kristján Benedikt Sveinsson (GA)
*Rúnar sigraði 5/3.

Helga Kristín Einarsdóttir (GK) – Heiða Guðnadóttir (GM)
*Helga Kristín sigraði á 20. holu í bráðabana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“