Stúlknalandsliðið Íslands keppir á Evrópumótinu í golfi sem fram fer á Forsgården vellinum í Svíþjóð dagana 10.-14. júlí. Fyrirliði er Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir og ráðgjafi liðsins er Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.
Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja. Átta efstu liðin komast í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B riðli þar sem leikið er um sæti.
Samkvæmt golf.is er Ísland í 19. sæti og því neðsta eftir fyrsta keppnisdaginn.
Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), 83 högg (+11)
Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), 84 högg (+12)
Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS), 86 högg (+14)
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), 82 högg (+10)
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), 85 högg (+13)
Kinga Korpak (GS), 87 högg (+15)