fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Stelpugolfdagurinn verður risastór: Annika Sörenstam mætir á svæðið

Arnar Ægisson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 07:28

Annika Sörenstam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stelpugolfdagurinn 2018 fer fram sunnudaginn 10. júní milli kl. 14:00 og 17:00 á æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar líkt og undanfarin ár.

Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA og síðan þá hefur gífurlegur fjöldi lagt leið sína á völlinn og sótt sér kennslu.

PGA á Íslandi og Golfsamband Íslands halda uppteknum hætti en í ár mun tífaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur heims, Annika Sörenstam frá Svíþjóð, halda sýnikennslu í Stelpugolfi.

Markmið viðburðarins er að auka þátttöku kvenkylfinga á öllum aldri og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Þó eru að sjálfsögðu allir af báðum kynjum velkomnir á Stelpugolf. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem PGA golfkennarar verða til staðar að leiðbeina. Boðið verður upp á skemmtilegar þrautir og leiki ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum leiksins. Kylfur verða á staðnum fyrir þá sem vantar, það er engin nauðsyn að vera allan tímann og vel mögulegt að koma í styttri tíma sem og lengri.

Stelpugolfdagurinn er samvinnuverkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, Icelandair Cargo, ÍSAM og  Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina